Snjósleðaferð 20%

kr.19,600 með vsk.

Sparkaupsbréfið hleður þú niður þegar þú hefur gengið frá kaupum.

Category:

Vörulýsing

Við hittumst í Flatey á Mýrum sem er eitt stærsta kúabú landsins, afar fullkomið og glæsilegt hvar sem litið er.

Í Flatey er notalegur veitingastaður sem býður uppá veitingar af ýmsu tagi og á vægu verði.
Einnig er hægt að skoða yfir fjósið og kynnast ögn lífinu í sveitinni.
Í Flatey fær fólk hlífðarfatnað og er undirbúið fyrir ferðalagið á jökulinn.
Ferðin byrjar á því að aka upp á Skálafellsjökli sem er skriðjökull frá Vatnajökli 16 km á fjallvegi með stórbrotna náttúru til beggja handa.
Áður en ekið er af stað er kennt á sleðana, vel er farið yfir öryggisreglur í akstri og öryggisreglur í umgengi um jökla.
Í um það bil 900 metra hæð byrjar svo stórkostlegt ferðalag inná jökulinn,leiðin liggur að Brókarbotnstindi sem er í um 1400 metra hæð og ef veðurguðirnir eru með okkur þá er útsýnið stórfegnlegt til allra átta. Má þar helst telja Hvannadalshnúk, Mávabyggðir og Esjufjöll.

Á leiðinni er stoppað eins og þurfa þykir til að segja frá umhverfinu, njóta útsýnisins og taka myndir. Afsláttarkóði JOURNEY2020 Bóka ferð hér! Now available with a 33% discount.
Use the promotional code: JOURNEY2020 when booking this tour.