Skilmálar

1. Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefnum Sparverslun.is
Eigandi Sparverslun.is er Sparco ehf., kt. 440620-0350, Hátúni 6,105 Reykjavik. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Sparverslun.is annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðu Sparverslun.is teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.
„Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður vöru eða þjónustu til sölu á Sparverslun.
„Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við.
Sparverslun.is selja inneignarbréf vegna kaupa á vöru eða þjónustu, hér eftir nefnd sparkaupsbréfs. sparkaupsbréfa veitir kaupanda rétt til að fá vöru eða þjónustu afhenta frá söluaðila. Bréfið tekur eingöngu til þeirrar vöru eða þjónustu sem tiltekin er á bréfinu. Sparverslun.is bera ekki ábyrgð á gæðum vöru eða þjónustu sem söluaðili veitir. Þegar kaupandi framvísar sparkaupsbréfi hjá söluaðila er hlutverki Sparverslun.is lokið og gengur þá í gildi samningur milli kaupanda og söluaðila sem þar með yfirtekur skyldur Sparverslun.is gagnvart kaupanda og skulu þá lög um þjónustukaup nr. 42/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir.

2. Upplýsingar og verð
Sparverslun.is verð á vefsíðunni og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Sparverslun.is er í einstökum tilfellum heimilt að breyta verði vöru eða þjónustu en þá aðeins til lækkunar.

3. Persónuupplýsingar

Á Sparverslun.is er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuvernda¬ryfirlýsingu kemur fram hvernig Sparverslun.is umgengst þær persónuupplýsingar sem Sparverslun.is geymir um kaupanda og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.

4. Aðgangur
Kaupandi hefur leyfi til að nota Sparverslun.is og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Sparverslun.is setur. Stranglega er bannað að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á Sparverslun.is. Sparverslun.is áskilur sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Verði kaupandi uppvís að sviksamlegu athæfi við kaup á Sparverslun.is verður það tilkynnt til lögreglu. Sparverslun.is áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að Sparverslun.is ef grunur leikur á að kaupandi hafi orðið uppvís að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu.

5. Innskráning, pöntun og afhending
Við fyrstu innskráningu á Sparverslun.is skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og tölvupóstfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndar¬stefnu félagsins. Einnig getur kaupandi samþykkt að vera á póstlista og SMS lista Sparverslun.is Pöntun kaupanda á Sparverslun.is er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Sparverslun.is er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda og sendir kaupanda staðfestingu tölvupósti. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst. Kaupandi fær síðan sent tilboðsbréf í tölvupósti, þ.e. ef tilboð verður virkt og greiðsla berst frá kaupanda. Mikilvægt er að rétt tölvupóstfang sé skráð til að hægt sé að senda greiðslukvittun og millifærsluup¬plýsingar til kaupanda.

6. Samningurinn
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Sparverslun.is Skilmálarnir eru aðgengilegir á vefsvæði Sparverslun.is Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Sparverslun.is

7. Greiðsla
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi á ýmsa vegu:
• Kreditkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplý¬singar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan fest og heimild fengin fyrir upphæðinni. Upphæðin verður þó ekki skuldfærð af kortinu fyrr en tilboðinu er lokið og lámarksfjöldi kaupenda hefur fengist til að tilboðið verði virkt.
• Millifærsla: Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu slær kaupandi inn gsm-númerið sitt inn við staðfestingu á pöntun. Í kjölfarið fær hann sent sms-skeyti með auðkennisnúmeri sem þarf að slá inn til að halda áfram með kaupin. Þá fær kaupandi sendan tölvupóst með greiðsluupplýsingum og tilvísunarnúmeri. Þegar Sparverslun.is hafa móttekið greiðslu frá kaupanda fær kaupandi tilkynningu með tölvupósti ásamt tilboðssbréfi. Ef Sparverslun.is hafa ekki móttekið greiðslu innan þriggja daga falla kaupin sjálfkrafa niður.
• Netgíró: Kaupandi samþykkir að nota þjónustu Netgíró. Frekari upplýsingar um virkni þjónustunnar má finna á heimasíðunni undir Pei.
• Inneign: Ef kaupandi á inneign hjá Sparverslun.is getur hann greitt pöntun að hluta eða öllu leyti með inneign sinni

8. Endurkröfur
Sparverslun.is skuldbinda sig til að afhenda kaupanda greiðslukvittun sem inniheldur strikamerki fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt. Ef misræmi er milli auglýsingar á vefsvæði Sparverslun.is og greiðslukvittunar skal kaupandi upplýstur um það skriflega innan þriggja daga frá móttöku greiðslukvittunar.
Verði kaupandi var við misræmi milli keypts tilboðs og tilboðssbréfs skal hann tilkynna Sparverslun.is það skriflega innan þriggja daga frá móttöku tilboðssbréfs. Sparverslun.is skulu tilkynna kaupanda um endurgreiðslu vöru vegna misræmis innan 30 daga frá móttöku skriflegrar tilkynningar.
Ef kaupandi fær ekki afgreidda vöru eða þjónustu þegar hann framvísar greiðslukvittun hjá söluaðila, vegna vanefnda söluaðilans, áður en frestur til framvísunar rennur út, á kaupandi rétt á endurgreiðslu frá Sparverslun.is
Sparverslun.is bjóða viðskiptavinum sínum vöruvernd í samræmi við ýtrustu tilmæli Neytendastofu. Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum skv. tilmælunum, og kaupandi hefur ekki leyst út tilboðssbréfið hjá söluaðila, mun Sparverslun.is endurgreiða kaupendum eftir sömu greiðsluleið og viðskiptavinur notaði þegar tilboð var keypt. (t.d bakfærslu á kreditkort, innlögn á bankareikning) eða með inneign hjá Sparverslun.is sem kaupendur geta ráðstafað að vild í næstu kaupum hjá Sparverslun.is, allt eftir óskum kaupenda.

9. Uppsögn samnings
Sparverslun.is áskilja sér rétt til að falla frá samningi ef söluaðili sér sér ekki fært að afgreiða þá vöru eða þjónustu sem keypt hefur verið. Handhafi tilboðssbréfs fær kaup sín þá endurgreidd í því formi sem greiðsla barst til Sparverslun.is. Þá geta Sparverslun.is fallið frá samningi ef kaupandi fer gegn skilmálum þessum hvað varðar notkun greiðslukvittunar. Í því tilviki á kaupandi ekki rétt á endurgreiðslu. Sparverslun.is skulu ávallt segja upp samningum skriflega.
Kaupandi á rétt á að rifta samningi ef Sparverslun.is virða ekki skyldur sínar samkvæmt tilboðssbréfi. Auk þess á kaupandi rétt á að rifta samningi með tölvupósti innan 14 daga frá móttöku tilboðssbréfs, án ástæðu og án greiðslu. Uppsögn samningsins þarf að berast Sparverslun.is eigi síðar en 14 dögum frá móttöku kvittunar. Uppsögn samnings af hendi kaupanda verður alltaf að vera skrifleg.

10. Annað
Sparverslun.is áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda eða skráðum notenda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda eða skráðum notanda og/eða birting á vefsíðu Sparverslun.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi eða skráður notandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

11. Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

12. Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 1. júlí 2020.



Verðskrá

Brons

39.900

Mánaðargjald


  • Facebook og Instagram auglýsingar allan mánuðinn

  • Frí auglýsing efst á síðu Sparverslunar 3. dagar

  • Tilboð sent á póstlista
  • Auglýsingar í gegnum Sparverslun á vinsælustu vefmiðlum landsins  

  • Auglýsingaborði


Skráning

Silvur

59.900

Mánaðargjald


  • Facebook og Instagram auglýsingar allan mánuðinn

  • Frí auglýsing efst á síðu Sparverslunar 7. dagar

  • Tilboð sent á póstlista

  • Auglýsingar í gegnum Sparverslun á vinsælustu vefmiðlum landsins  

  • Auglýsingaborði


Skráning